Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Arakletti

Mikið er um að vera í leikskólanum þessa dagana.

Mánudaginn, 6. desember, var börnunum boðið á alveg frábæra leiksýningu með Dúó Stemma í grunnskólanum Patreksfjarðar og í dag, 7. desember, kom slökkviliðsstjórinn Davíð Rúnar Gunnarsson í heimsókn á eldri deildina til að fræða börnin um eldvarnir.

Mikið var rætt um kerti og annað jólaskraut, slökkvitæki, reykskynjara og fleira og fengu börnin einnig verkefnamöppu til að teikna í. Davíð hjálpaði börnunum með verkefnin og voru allir ánægðir með heimsóknina.
 
Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is