Slysavarnardeildin Unnur færir leikskólanum öryggisvesti

Slysavarnardeildin Unnur færði leikskólanum Arakletti öryggisvesti fyrir nemendur leikskólans þann 11. júní síðastliðinn. Svo skemmtilega vildi til að sama dag var haldin hin árlega sumarhátíð Arakletts og má segja að þessi kærkomna gjöf hafi brugðið skær-neongulum lit á daginn!
Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin máta vestin með mikilli ánægju, og fulltrúa deildarinnar Sólrúnu Ólafsdóttur og Björg Sæmundsdóttur, ásamt Helgu Bjarnadóttur leikskólastjóra.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is