Snjóflóðavarnir á Patreksfirði í útboði

Klif
Klif
Framkvæmdir við snjóflóðavarnir á Patreksfirði, við Klif, sem ná til þvergarðs ofan við grunnskóla, kyndistöð og sjúkrahúss, voru auglýstar til útboðs 21. júlí 2012 og verða tilboð opnuð 28. ágúst 2012.

Um er að ræða varnargarð sem verður um 300 metra langur og 10-12 metra hár.

Verkkaupar eru Vesturbyggð og Ofanflóðasjóður á vegum umhverfisráðuneytis. Umsjón hefur Framkvæmdasýsla ríkisins, tengiliður FSR við ráðuneytið er Guðmundur Pálsson og verkefnisstjóri FSR Þorvaldur Stefán Jónsson. Frumathugun vann Verkfræðistofan Verkís í samstarfi við Landmótun sf. Verkhönnun unnu Efla ehf. og Landmótun ehf.

Á verkefniskynningu FSR er fjallað nánar um verkefnið.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is