Snjótroðari afhentur.

Nú hefur Golíat verið afhentur Skíðafélagi Vestfjarða og til ljúka við samsetningu og kennslu komu fulltrúar frá Skíðasvæðum og 4 einstaklingar í Vesturbyggð hlutu grunnkennslu.

Er þetta stórt framfaraskref í þá átt að efla skíðaíþróttina á S-Vestfjörðum, en einnig er um ræða öflugt tæki sem getur nýst fyrirtækjum á sviði orkuflutninga m.a. við línuviðgerðir að vetri.

Verkefnið er vel á veg komið og er helmings fjármögnun lokið með öflugum stuðningi Vesturbyggðar og fyrirtækja. En til þess að ljúka við fjármögnun þarf örlítið átak. Hvetur félagið því sem flesta að leggja hönd á plóg til að svo verði.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is