Söfnun í tilefni alþjóðadags gegn fátækt

Í dag er 5. bekkur Patreksskóla að fara í gang með söfnun í tilefni Alþjóðadags gegn fátækt. Allur ágóði söfnunarinnar verður gefinn til styrktar börnum í Sýrlandi í gegnum Unicef. 

Alvarlegasti flóttamannavandi seinni tíma

Fleiri en 5,5  milljónir barna frá Sýrlandi eru á flótta, ýmist innan landsins eða hafast nú við í nágrannaríkjunum. Flóttamannavandinn nú er sá stærsti sem heimsbyggðin hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Milljónir manna hafa flúið að heiman. Helmingurinn er börn.

Nemendur 5. bekkjar ætla að halda tombólu föstudaginn 9. október og munu byrja að ganga í hús í dag þriðjudag til fimmtudags. Vonast þau til þess að þið takið öll vel á móti þeim.

Auk þess verða þau með netsöfnun hér: http://www.netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4499/0/

Hvetjum við alla til þess að styðja við þetta verðuga verkefni, hvort sem það er að versla á tombólunni, versla vörur í gegnum netsöfnun og/eða deila fréttinni áfram. Netsöfnunin er hafin og stendur til 17. október sem er einmitt Alþjóðadagur gegn fátækt smile broska

Hér er hægt að sjá nánar um líf sýrlenskra flóttabarna: https://medium.com/@unicefisland/4-%C3%A1r-%C3%AD-fl%C3%B3ttamannab%C3%BA%C3%B0um-41310bfd766e

og um Unicef hreyfinguna í Sýrlandi

https://www.unicef.is/syrland

Bestu kveðjur

  1. bekkur Patreksskóla

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is