Sögufélag Barðastrandarsýslu kynnt

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Súpufundur verður í dag fimmtudaginn 14. janúar í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði, en þar mun Hjörleifur Guðmundsson kynna Sögufélag Barðastrandarsýslu.

Súpa, brauð og kaffi á 1.200 kr. Fundurinn hefst eins og áður kl. 12.30.

Sögufélagið sér um útgáfu Árbókar Barðastrandasýlsu en bókin kom fyrst út 1948 að frumkvæði Jóhanns Skaptasonar, sýslumanns á Patreksfirði og skipaði hann fyrstu ritstjórn ásamt Jónasi Magnússyni skólastjóra á Patreksfirði og Sæmundi Ólafssyni forstjóra á Bíldudal. Útgáfa árbókarinnar lá niðri frá því um 1980 og til 2002 þegar Sögufélagið tók við útgáfunni í samvinnu við Vestfirska forlagið.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is