Sólarkaffi á Bíldudal

Hið árlega sólarkaffi Kvenfélagsins Framsóknar verður haldið í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal þann 6. febrúar næstkomandi kl. 15.

 

Í tilefni af 100 ára afmæli Kvenfélagsins þann 6. desember síðastliðinn er íbúum og velunnurum boðið á sólarkaffið að þessu sinni. Spilað verður bingó og verða bingóspjöld seld á hóflegu verði. Getum tekið kreditkort, ekki debetkort.

 

Til gamans má geta þess að í vetur hefur staðið yfir undirbúningur að gjöf sem kvenfélagskonur hyggjast færa samfélaginu í tilefni afmælisins. Ætlunin er að setja upp skilti á nýja snjóvarnargarðinum. Á skiltinu er mynd af útsýninu frá garðinum og eru helstu örnefni merkt inn á skiltið. Við undirbúninginn hafa margir verið kallaðir til en fyrir hönd kvenfélagskvenna hafa unnið að verkefninu, þær Hrafnhildur Þór, Nanna Sjöfn og Þuríður. Líflegir undirbúningsfundir hafa verið haldnir í vetur á einu helsta kaffihúsi bæjarins. Það er Árni Lindberg hjá Artis sem vinnur að hönnun og útfærslu á skiltinu, en stefnt er að því að vígja það á Bíldudals grænum ... í sumar.

 

Fögnum hækkandi sól og gleðjumst saman á sólarkaffi á Bíldudal.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is