Sólin vermir Patró...í orðsins fyllstu merkingu

Á súpufundi þann 10. mars í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði hélt Kjartan Bollason, umhverfisfræðingur og lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, erindi um það hvernig hægt er að nýta þá staðbundnu, sjálfbæru orku sem er allt í kringum okkur.

Dæmi um staðbundna og sjálfbæra orku eru t.d. sól og vindur. Tilefni heimsóknar Kjartans vestur var að kanna aðstæður í Sjóræningjahúsinu, en hann mun aðstoða Sjóræningja við að finna út hvernig hægt er að hita húsið upp með staðbundnum orkugjöfum. Verkefnið verður hluti af doktorsrannsókn Kjartans, sem stundar nám í sjálfbærum byggingum við Oxfords Brookes University.

 

Þær upplýsingar sem fást varðandi nýtingu staðbundinna orkugjafa verður mögulega hægt að yfirfæra á allt bæjarfélagið á Patreksfirði og í framhaldinu á öll köld svæði landsins. Ljóst er að þekking af þessu tagi er afar verðmæt en íbúar kaldra svæði kannast mætavel við háa orkureikninga. Upplýsingarnar verða öllum aðgengilegar en stefnt er að því að halda úti heimasíðu í tengslum við verkefnið þar sem hægt verður að fræðast um það og árangur þess. 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is