Spilastokkar að gjöf til allra 5.bekkinga og fjölskyldna þeirra

Saman hópurinn
Saman hópurinn
Nú annað árið í röð sendir SAMAN-hópurinn öllum börnum í 5. bekk á landinu spilastokk að gjöf.

Markmiðið er að hvetja til samverustunda fjölskyldunnar og á spilin eru prentuð heilræði til barna og foreldra se undirstrika mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Að baki heilræðum liggja niðurstöður vísindalegra rannsókna sem hugmyndafræði SAMAN-hópsins byggir á en hún er sú að samvera fjölskyldunnar sé ein besta forvörn sem völ er á.

Hópurinn hefur farið þess á leit við grunnskólana að koma jólagjöf SAMAN-hópsins til skila og þakkar þeim og sveitarstjórnum kærlega fyrir samstarfið í þeim efnum. Það er von okkar að gjöfin nýtist börnum og fjölskyldum þeirra til innihaldsríkra og skemmtilegra samverustunda nú í desember og næstu árin, jafnt á tyllidögum sem hversdags.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is