Sprengjugengið og slökkviliðið - Sýning laugardaginn 6. júlí

Sprengjugengið og slökkviliðið

Sýning laugardaginn 6. júlí kl 14:00 í Sjóræningjahúsinu

 

Sprengjugengið og slökkviliðið ætla að halda sameiginlega sýningu laugardaginn 6. júlí kl 14:00 í Sjóræningjahúsinu. 


Sprengjugengið er frá Háskóla Íslands og hefur haldið sýningar með Háskóla lestinni sem farið hefur um landið.  Sprengjugengið hefur hins vegar aldrei haldið sýningu með slökkviliði og þar með fengið tækifæri til þess að útbúa eitthvað stærra en venjulega. 


Slökkviliðið er þekkt fyrir að slökkva elda og forvarnastarfsemi.  Núna er ætlunin að taka forvarnir aðeins lengra og sýna fram á hvað getur gerst og hvers vegna.

Sýningin byrjar á litlum sprengjum í eldsmiðjunni en færist síðan út þar sem eitthvað stærra verður í boði sem ekki rúmast innan dyra.  

 

Þessi sýning er fyrir börn á öllum aldri,

sérstakeiga þau börn sem eru eldri en 20 ára.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is