Staða bæjarstjóra í Vesturbyggð

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar lausa til umsóknar.

 

Starfssvið bæjarstjóra

  • Bæjarstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi bæjarfélagsins og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur samkvæmt samþykktum um stjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórnarlögum.
  • Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  • Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af rekstri sveitarfélaga og/eða fyrirtækja æskileg.
  • Færni í stjórnun og mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á að fást við uppbyggingu bæjarfélagsins.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar veita Ingimundur Óðinn Sverrisson í síma 895-4010 og Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri Vesturbyggðar í síma 450-2300.

 

Áhugasamir sendi inn umsóknir til bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, b/t skrifstofustjóri, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði, fyrir 27. júní næstkomandi.

 

Vesturbyggð er staðsett á sunnanverðum Vestfjörðum. Sveitarfélagið nær yfir nokkuð stórt svæði og telur um 940 íbúa. Helstu þéttbýliskjarnar eru á Patreksfirði, á Bíldudal og í Birkmel, einnig eru fagrar sveitir allt um kring. Í sveitarfélaginu er fjölbreytt mannlíf og öflugt menningar- og félagslíf. Auðvelt er njóta útivistar í Vesturbyggð þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er allstaðar innan seilingar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is