Stafaverkefni nemenda í Patreksskóla

Stafirnir
Stafirnir
Nemendur 9. bekkjar Patreksskóla og smíðakennari þeirra, Einar V. Skarphéðinsson, afhentu Geir Gestssyni, forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, stafi sem mynda nafn Bröttuhlíðar.

 

Geir tók við stöfunum og þakkaði börnunum fyrir vel unna vinnu. Stafirnir verða settir upp á innri ganginn í húsinu.

 

Stafaverkefnið er samvinnuverkefni íþróttamiðstöðvarinnar og skólans en nemendur teiknuðu og söguðu stafina út í smíði og máluðu þá svo í myndmenntatímum hjá Fjólu B. Eggertsdóttur myndmenntarkennara.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is