Starf yfirbókavarðar auglýst

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirbókavarðar við Héraðsbókasafn V-Barð. Um 60% starf er að ræða. Óskað er eftir því að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

 

Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 4. maí 2010.

 

Um laun fer eftir gildandi kjarasamningum.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um.

 

Upplýsingar um starfið veitir Guðný Sigurðardóttir skrifstofustjóri til 28. apríl og Elsa Reimarsdóttir félagsmála- og frístundafulltrúi eftir þann tíma í síma 450-2300.

 

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila skulu sendar á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, b/t Félagsmála- og frístundafulltrúi, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.


 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is