Starfsmaður í framhaldsdeild

Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Laus er staða við Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði.


Starfsmaður í framhaldsdeild - 100 % staða

Starfið felst m.a. í umsjón með daglegri starfsemi deildarinnar og aðstoð við nemendur, en þeir stunda dreifnám frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Viðkomandi fylgir nemendum í námsferðir til Grundarfjarðar, en þangað er farið að jafnaði einu sinni í mánuði yfir skólamánuðina.

 

Leitað er að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfileika og er lipur í samskiptum. Háskólamenntun æskileg. Einnig er mikilvægt að viðkomandi sé fljótur að tileinka sér nýjungar og sé vel tölvufær.

 

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins.

Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 1. janúar - 20. maí 2011.

 

Nánari upplýsingar veita Jón Eggert Bragason, skólameistari, joneggert@fsn.is, s:430-8400 og Friðbjörg Matthíasdóttir, deildarstjóri, frida@fsn.is, s: 898-2563.

 

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skólameistara, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði eða á netfangið joneggert@fsn.is í síðasta lagi 29. nóv. 2010. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is