Starfsmaður við félagsstarf eldri borgara

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir laust starf við félagsstarf eldri borgara Eyrarseli Patreksfirði.

Starfsmaður starfar náið með forstöðumanni og leiðir einstök verkefni innan félagsstarfsins.


Í starfinu felst meðal annars:

  • Taka þátt í að móta og skipuleggja félagsstarfið með forstöðumanni
  • Leiðbeina fólki við handverk og félagsstarf
  • Hafa til létta hressingu
  • Sjá um innkaup í samráði við forstöðumann
  • Þrif á húsnæðinu

Helstu kröfur til starfsmanns eru:

  • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum
  • Áhugi og færni í ýmiskonar handverki og félagsstarfi

Um launakjör fer eftir gildandi kjarasamningum.

Umsóknarfrestur er til og með mán. 23. ágúst 2010.

Umsóknir óskast sendar til:
Vesturbyggð
b/t félagsmála- og frístundafulltrúi
Aðalstræti 63
450 Patreksfirði
Eða í tölvupósti til felagsmalafulltrui@vesturbyggd.is

Öllum umsóknum verður svarað.

Allar frekari upplýsingar fást hjá félagsmála- og frístundafulltrúa í síma 450 2300  eða felagsmalafulltrui@vesturbyggd.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is