Starfsmann vantar við félagslega heimaþjónustu

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Starfsmann vantar við félagslega heimaþjónustu í Vesturbyggð.

Ýmis starfshlutföll koma til greina. Um tímabundið starf er að ræða með möguleika á fastráðningu.

Heimaþjónusta er veitt öldruðum, öryrkjum og öðrum þeim sem ekki geta vegna heilsubrests annast dagleg heimilisstörf. Markmiðið með heimaþjónustu er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald sitt. Þjónustan getur verið tímabundin eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.

Markmið með þjónustunni að aðstoða einstakling til sjálfshjálpar á eigin heimili.

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Starfsmaður þarf að tala íslensku.
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund, samviskusemi og reglusemi.
  • Góð almenn menntun.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Starfsmaður verður að hafa bílpróf og hafa yfir bíl að ráða.
  • Þekking og reynsla af störfum með eldra fólki er kostur.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi VerkVest. Ráðið verður strax í starfið.

Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til þess að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Reimarsdóttir í síma 450 2300 og/eða á netfangið elsa@vesturbyggd.is.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is