Stefnt að stofnun sorpsamlags

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Fulltrúar Tálknafjarðarhrepps mættu á fund bæjarráðs Vesturbyggðar þar sem ræddar voru hugmyndir um stofnun sorpsamlags milli sveitarfélaganna.

 

Niðurstaða fundarsins var að stefna að stofnun sorpsamlags og tilnefndir voru þrír fulltrúar til að gera drög að stofnsamningi. Fulltrúi Tálknafjarðarhrepps verði oddviti en fulltrúar Vesturbyggðar verði formaður bæjarráðs og bæjarstjóri.

 

Nokkrar umræður urðu einnig um sameiginlegt útboð um sorphirðu. Kom fram að útboðsgögn eru tilbúin og stefnt að auglýsingu í landsblöðum um næstu helgi og að útboðsgögn verði tilbúin til afhendingar miðvikudaginn 20. jan. nk.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is