Stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Ferðamálasamtök Vestfjarða
Ferðamálasamtök Vestfjarða
Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) hafa ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

 

Á allra næstu vikum og mánuðum munu Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið með fundunum er að virkja hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að leggja sitt af mörkum í að meta stöðu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

 

7. nóvember, Bjarkalundur, kl. 13.00-16.00
9. nóvember, Sjórnæningjahúsið, Patreksfirði, kl: 18.00-21.00
11. nóvember, Þróunarsetrið Ísafirði, 18.00-21.00

 

Nánari upplýsingar um Stefnumótunarvinnuna og vinnufundina er að fá hjá Ásgerði í síma 450 3053 og Jóni Páli í síma 450 4041.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is