Stefnuræða bæjarstjóra við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2011

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Stefnuræða Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra, við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2011 hefur verið birt.

 

Á síðasta miðvikudag var lagt fram á bæjarstjórnarfundi frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2011. Frumvarpið er lagt fram af bæjarstjórninni allri sem er afar mikilvægt á þeim erfiðu tímum sem nú eru í samfélaginu og ekki síst í rekstrarumhverfi sveitarfélaga.

 

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu og í kjölfarið fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2011. Íbúum var boðið að koma að fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2011 með því að taka þátt í þremur fundum sem haldnir voru í öllum byggðakjörnum. Á þá mættu ríflega 10% íbúa sveitarfélagsins.

 

Að loknum umræðum vísaði bæjarstjórn frumvarði að fjárhagsáætlun 2011 til seinni umræðu sem fer fram miðvikudaginn 15. desember nk.

 

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is