Stjórnarskrárdagur Póllands

Skjaldamerki Póllands
Skjaldamerki Póllands
Stjórnarskrárdagur Póllands er í dag 3. maí en það er einn af helstu hátíðisdögum landsins. Þann 3. maí 1791 varð Pólland fyrsta landið í Evrópu til að samþykkja lýðræðislega stjórnarskrá.


Sem gamalt stórveldi býr Pólland yfir ríkulegum menningararfi m.a. á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar og myndlistar. Landið hefur getið af sér suma af frægustu lista- og fræðimönnum heims, s.s. Frederic Chopin, Marie Curie, Nicolaus Copernicus og Roman Polanski svo örfá dæmi séu nefnd.

 

Í tilefni dagsins verður kaþólsk messa í Patreksfjarðarkirkju, og hefst hún kl. 18.30, allir eru velkomnir.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is