Stjórnvöld hvött í vegaframkvæmdum á Vestfjörðum

Um eitt hundrað manns sóttu fund á Patreksfirði um samgöngumál á suðursvæði Vestfjarða undir yfirskriftinni Áfram vestur laugardaginn 13. mars.

 

Samskonar fundur var haldinn á Ísafirði í nóvember á síðasta ári.

 

Í tilkynningu frá aðstandendum segir að niðurstaða fundanna hafi verið mikil samstaða meðal Vestfirðinga frá Breiðafirði að Ísafjarðardjúpi um að ljúka beri uppbyggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Þingeyri. Vegurinn er síðasti kaflinn á stofnvegakerfi landsins þar sem enn er í notkun gamall og lélegur vegur sem er að hluta til ófær á vetrum.

Á samgönguáætlun eru ónotaðar fjárveitingar, liðlega þrír milljarðar króna til vegamála í Austur-Barðarstrandarsýslu og Dýrafjarðarganga. Þessu fé vilja Vestfirðingar halda og vilja að framkvæmdum verði lokið samkvæmt samþykktri áætlun.

 

Ályktun (PDF 11 KB) var lögð fyrir fundinn á Patreksfirði, borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum nema fjórum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is