Stofnfundur Vestfjarðastofu haldinn 1. desember 2017

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Vestfjarðastofu ses. Vestfjarðastofa mun taka að sér að reka og þróa áfram þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til.

Miðað er við að Vestfjarðastofa verði sjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á Vestfjörðum og víðar. Tilgangur Vestfjarðastofu verður að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífi, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.

Stofnfundur Vestfjarðastofu verður haldinn þann 1. desember kl. 13 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Dagskrá stofnfundar

 1. Stefnumótun Vestfjarðastofu kynnt
 2. Stofnskrá kynning og samþykkt
 3. Fjárhags- og starfsáætlun
 4. Kosningar:
  1. Kjör stjórnar
  2. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
  3. Kjör starfsháttanefndar
 5. Ákvörðun um þóknun stjórnar
 6. Önnur mál

Fundurinn er öllum opinn, en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið fv@vestfirdir.is

Virðingarfyllst

Undirbúningsstjórn um stofnun Vestfjarðastofu ses.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is