Stofnfundur hollvinafélags smiðjunnar á Vatneyri

Smiðjan á Vatneyri
Smiðjan á Vatneyri
Þriðjudaginn 8. febrúar verður haldinn stofnfundur hollvinafélags smiðjunnar á Vatneyri.

Markmið félagsins er annars vegar að stuðla að uppbyggingu og endurgerð smiðjunnar á Vatneyri og útisvæðis þar í kring, og hins vegar að vera farvegur fyrir velvilja og stuðning hollvina við uppbyggingu og varðveislu hússins.

Hollvinafélaginu er ekki á nokkurn hátt ætlað að styðja við rekstur fyrirtækisins Sjóræningjar ehf. og segir í drögum að lögum félagsins að það sé óheimilt. Félaginu er eingöngu ætlað að styðja við húsið sjálft, burtséð frá því hver er eigandi þess á hverjum tíma.

Þeir sem hafa áhuga á að teljast með stofnfélögum en hafa ekki tök á að mæta á stofnfundinn geta haft samband við Öldu í síma 845-5366, eða með því að senda tölvupóst á netfangið  alda@sjoraeningjahusid.is..

Allir þeir sem skrá sig í félagið dagana 8.-21. febrúar 2011 verða skráðir sem stofnfélagar.

Fundurinn hefst kl. 17 í Sjóræningjahúsinu.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is