Stofnun samtaka áhugafólks um hreindýr á Vestfjörðum

Laugardaginn 3. desember verða stofnuð samtök áhugafólks um hreindýr á Vestfjörðum.

Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á smithættu milli sauðfjár og hreindýra. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir hreindýr á Vestfjörðum.

Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig á hreindýr@skotvis.is. Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar.

Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is