Stórkostleg ógnarsýning í Sjóræningjahúsinu

Í dag föstudag munu skapandi og skemmtilegir Patrekfirðingar og sumargestir á aldrinum 6-13 ára, bjóða uppá leiksýningu/sögustund í Sjóræningjahúsinu.

 

Sýningin er afrakstur leiklistarnámskeiðs sem krakkarnir eru á þessa viku, undir stjórn Ástbjargar Rutar Jónsdóttur, sviðslistakonu (Öddu). Auk þess að hafa lært ýmsa leiklistarleiki og æfingar, hafa krakkarnir deilt sögum og búið til úr þeim stutt leikverk.

 

Komið og upplifið ógnandi og skelfilega stund í Sjóræningjahúsinu með þessum kláru krökkum. En passið að verða ekki of hrædd!!!

 

Sýnt í Sjóræningjahúsinu, föstudaginn 1. júlí kl.18.00, aðgangur er ókeypis.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is