Strandsvæði - sóknarfæri fyrir vestfirsk samfélög

Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember næstkomandi, kl 20.00. Hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins.

Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir;
  • Strandasýsla, 19. nóvember kl 20.00. veitingarstaðurinn Malarkaffi, Drangsnesi.
  • Reykhólahreppur, 20. nóvember kl 10.00. Íþróttahúsið Reykhólum, Reykhólum
  • Vestur Barðastrandasýsla , 20. nóvember kl 17.00. Skor þróunarsetur, Patreksfirði
  • Ísafjarðarsýsla, 25. nóvember kl 20.00. Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu, Ísafirði

Strandlengja Vestfjarða, að meðtöldum eyjum og hólmum, er um 1/3 hluti af strandlengju Íslands. Aukinn áhugi er fyrir nýtingu strandsvæða við Ísland og veruleg tækifæri er þar að finna til framtíðar litið. Stjórnsýsla strandsvæðis Íslands er með brotakenndum hætti, áhrif samfélaganna á þróun mála eru lítil og aukin hætta er á hagsmunaárekstrum eftir því sem fram í sækir. Vestfirsk sveitarfélög hafa því ákveðið, í samvinnu við Teiknistofuna Eik og Háskólasetur Vestfjarða, að hrinda af stað verkefni sem hefur það meginmarkmið að gera samþætta nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða og samræma stjórnun og nýtingu þessara svæða í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Verkefnið verður hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem greina á nýtingu strandsvæðis innan heils landshluta.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is