Styrkir Menningarráðs Vestfjarða vorið 2011

Stjórn Menningarráðs Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna fyrri úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun hennar um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir.

Samtals bárust 97 umsóknir um stuðning við verkefni að þessu sinni og var úr vöndu að ráða því bæði voru umsóknir óvenju margar og vandaðar. Fjölmörg verkefni voru einnig mjög áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með þeim sem verða að veruleika.

Samtals var sótt um rúmlega 75,6 milljónir, en samanlögð kostnaðaráætlun verkefna er tæpar 382 milljónir. Hefði stjórn Menningarráðsins gjarnan viljað hafa meira fjármagn til ráðstöfunar að þessu sinni, bæði til að styrkja fleiri góð verkefni og einnig til að upphæðir til einstakra verkefna gætu verið hærri. Menningarráð Vestfjarða samþykkti að veita styrki til 34 verkefna við fyrri úthlutun 2011, samtals að upphæð 14.650.000.-

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is