Styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku

Líkt og undanfarin ár verða veittir styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð.

Að öðru jöfnu njóta þau ungmenni forgangs sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður, einstæðar mæður og konur á meðan fullt launajafnrétti er ekki raunin á Íslandi. Ef engar umsóknir koma frá Vestfjörðum koma umsóknir Vestfirðinga búsettra annars staðar til greina.

 

Sigríður Valdemarsdóttir stofnaði Menningarsjóð vestfirskrar æsku árið 1967 til minningar um foreldra sína, þau Valdimar Jónsson og Elínu Hannibalsdóttur, og móðursystur sína, Matthildi Hannibalsdóttur. Sjóðurinn er í umsjá Vestfirðingafélagsins í Reykjavík. Honum er fyrst og fremst ætlað að styrkja vestfirsk ungmenni sem ekki geta stundað nám í sinni heimabyggð og eru ungir Vestfirðingar hvattir til að sækja um námsstyrk úr sjóðnum.

 

Félagssvæði Vestfirðingafélagins er Ísafjarðarsýslur, Ísafjörður, Strandasýsla og Barðastrandarsýslur. Umsóknir skulu sendar fyrir lok júlímánaðar 2009 til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku, c/o Haukur Hannibalsson, Digranesheiði 34, 200 Kópavogur, og skal umsögn fylgja frá skólastjóra og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Netfang: haukurhannibalsson@simnet.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is