Styrkur vegna fasteignagjalda 2013

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar 5. desember 2012 voru samþykktar styrkveitingar til félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum árið 2013 vegna menningar-, björgunar-, eða íþróttastarfssemi.

 

Skilyrði styrkveitingar er að húsnæðið sé nýtt til starfsemi félagasamtaka er sinna menningarmálum, íþróttamálum og til björgunarsveita. Styrkur er einungis veittur til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, að hámarki til hvers félags 77.200 kr.

 

Styrkveiting miðast við áhugamannafélög sem ekki eru í atvinnustarfssemi.

 

Ekki er veittur styrkur til greiðslu þjónustugjalda, sem eru lóðaleiga, vatnsgjald og sorpgjald.

Af þeim hluta húsnæðisins sem leigt er út eða notað til að afla tekna skal greiða fasteignagjöld. Styrkveiting er háð því að félög skili inn ársreikningum 2012, upplýsingum um notkun og tekjur vegna leigu viðkomandi fasteignar og skili inn umsókn fyrir 1. júní 2013.

 

Ákvörðun um styrk til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds verður tekin í ljósi innsendra upplýsinga.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is