Styrkúthlutun Menningarráðs

Mynd: Ágúst Atlason. Frá styrkúthlutun menningarráðs Vesfjarða í desember 2009
Mynd: Ágúst Atlason. Frá styrkúthlutun menningarráðs Vesfjarða í desember 2009
Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fór fram í Hlunnindasafninu á Reykhólum síðastliðinn föstudag.

 

Voru þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 150 þúsund til 1 milljón, samtals að upphæð 18,5 milljón. Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki

 

Hæstu styrkirnir að þessu sinni, að upphæð 1 milljón, fara til þriggja verkefna.

  • Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi fær styrk til hönnunar og undirbúnings sýningar sem fyrirhugað er að opna næsta sumar,
  • Edinborgarhúsið á Ísafirði fær styrk til listviðburða í Edinborg og
  • félagið Aldrei fór ég suður fær styrk til að halda samnefnda tónlistarhátíð á Ísafirði um næstu páska.

Það voru Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðsins og Jón Jónsson menningarfulltrúi sem afhentu vilyrði fyrir styrkjum og héldu erindi. Einnig kynnti Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum verkefnið Arnarsetur Íslands, áður en menn snéru sér að kaffinu og vöfflunum.

 

Styrkirnir fara annars til margvíslegra verkefna sem sýna að sóknarhugur og bjartsýni eru ríkjandi í vestfirsku menningarlífi, þrátt fyrir þrengingar og niðurskurð á fjölmörgum sviðum í samfélaginu. Menningarráð Vestfjarða mun næst auglýsa eftir umsóknum um styrki fljótlega á nýju ári.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is