Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Ölveri

Sumarbúðir
Sumarbúðir
Sumarbúðastarf KFUM og KFUK er að hefja skráningu í sumarbúðir.

Í einum af flokkum sumarsins verður boðið upp á rútuferð frá Vestfjörðum í sumarbúðirnar. Flokkurinn stendur yfir dagana 18.-24.júní. Rúta leggur af stað frá Ísafirði 18. júní kl. 7 með viðkomu á Flateyri, Þingeyri, Bíldudal og Patreksfirði og ekur börnunum síðan til baka viku síðar.

Stúlkur eiga kost á dvöl í Ölveri og strákar í Vatnaskógi og starfsmenn frá sumarbúðunum munu vera með í rútunni.

Frekari upplýsingar um skráningu og sumarbúðirnar má finna á heimasíðu KFUM og KFUK (www.kfum.is) og í síma 588-8899.

Frumkvæðið að þessu framtaki kemur frá aðilum að vestan sem styrkt hafa verkefnið og því mun rútufargjaldið vera þátttakendum að kostnaðarlausu.

Vinsamlega getið þess við skráningu að um sé að ræða skráningu í Vestfirðingaflokk (3.flokk). Athugið þó að einnig munu börn frá öðrum landshlutum sækja flokkinn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is