Sumarstarfsmaður í eftirliti með sjávarafurðum

Matvælastofnun óskar eftir að ráða starfsmann í sumarstarf frá júní fram í ágúst við eftirlit með sjávarafurðum.

Starfsssvæðið er Vestfirðir. Starfið mun útheimta nokkur ferðalög innan svæðisins.

 

Helstu verkefni:

 • Eftirlit með aflameðferð
 • Eftirlit með hreinlæti smábáta
 • Samskipti við leyfishafa
 • Eftirlit með löndunaraðstöðu í höfnum
 • Skýrslugerð og frágangur gagna í gagnagrunn
 • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun/nemar eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla á sviði eftirlits með framleiðslu sjávarafurða æskileg
 • Þekking á lögum og gerðum EES um matvæli og fóður er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Jóh. Hannesson (hafsteinn.hannesson@mast.is) og í síma 530-4800.

 

Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum "Vestfirðir" eða með tölvupósti á starf@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2012.

 

Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SFR við Fjármálaráðuneytið. Nánari upplýsingar um stofnunina er hægt að nálgast á vefsíðu hennar, www.mast.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is