Sumarstörf hjá Vesturbyggð

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum.

Flokkstjórar í vinnuskóla Vesturbyggðar
Auglýst er eftir starfsmönnum sem sjá um flokksstjórn í vinnuskólanum á Patreksfirði og Bíldudal, starfið felst í vinnu með unglingum að umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins. Umsækjendur þurfa helst að vera 20 ára eða eldri, æskilegt er að þeir hafi uppeldismenntun og/eða reynslu af umgengni við unglinga.


Patrekshöfn sumarafleysingar
Auglýst er eftir starfsmanni til afleysingar á Patreksfjarðarhöfn í sumar. Í starfinu felst meðal annars almenn störf á höfninni ásamt viðhaldi og málningarvinnu. Viðkomandi þarf annað hvort að hafa réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða að vera reiðubúinn til að fara á námskeið til öflunar slíkra réttinda. Umsækjandi þarf helst að vera 20 ára eða eldri.


Áhaldahús Bíldudal
Auglýst er eftir sumarstarfsmanni í áhaldahúsið á Bíldudal. Starfið felst í almennum störfum áhaldahúss fyrir Vesturbyggð. Umsækjandi þarf helst að vera 20 ára eða eldri.


Sumarstörf námsmanna og atvinnuleitanda
Vesturbyggð ætlar að ráða sex sumarstarfsmenn úr hópi námsmanna og atvinnuleitanda, til þess að vinna að umhverfismálum. Störfin eru auglýst í sammvinnu við Vinnumálastofnun og eiga að gefa námsmönnum og atvinnuleitendum aukin tækifæri til sumarvinnu. Um er að ræða almenn störf við viðhald, hreinsun og fleira í Vesturbyggð.


Sláttumenn á Patreksfirði og Bíldudal
Starfið felst í slætti á opnum svæðum, einkagörðum og almennri garðyrkju. Unnið er með sláttuvélar og vélorf. Umsækjendur þurfa að vera 16 ára eða eldri.

 

 

Umsóknum skal skilað til skrifstofu Vesturbyggðar fyrir 18. maí.

 

Nánari upplýsingar veita
Michael, ahaldahus@vesturbyggd.is, 894-0809
Hlynur, bld@vesturbyggd.is, 861-7742
Hjörtur, hofnin@vesturbyggd.is, 861-7743
Ármann, armann@vesturbyggd.is, 661-1850

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is