Súpufundur til styrktar Skjaldborgarbíói

Skjaldborgarbíó
Skjaldborgarbíó
Síðasti súpufundur í Sjóræningjahúsinu fyrir jól verður sérstakur styrktarsúpufundur þar sem allri innkomu verður ráðstafað í sjóð vegna kaupa á nýju sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó.

 

Fundurinn verður fimmtudaginn 13. desember í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og hefst hann klukkan 12:30.

 

Í boði er kjötsúpa, brauð og kaffi sem kostar 1.500 krónur og rennur innkoman óskipt í sjóðinn.

 

Nú er svo komið að allar nýjar, erlendar kvikmyndir sem koma til landsins eru á starfrænu kerfi en slíkt sýningarkerfi er ekki til staðar í Skjaldborg.

 

Söfnunarnefnd vinnur að því þessa dagana að safna fé til kaupa á stafrænu sýningarkerfi og verður sagt frá söfnunarátaki sem verið er að koma af stað og mun standa yfir í eitt ár.

 

Í söfnunarnefndinni eru fulltrúar Lionsklúbbs Patreksfjarðar, Skjaldborgar - hátíðar íslenskra heimildamynda og Kvikmyndaklúbbsins Kittýjar. Nefndin starfar í samráði við Vesturbyggð, eiganda Skjaldborgar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is