Sveitarfélögum gæti fækkað í sautján

Ákveðið hefur verið að leggja í hendur Alþingis að kveða á um sameiningu sveitarfélaga, en til þessa hafa sveitarfélögin ráðið sameiningarmálum sínum sjálft.

Fjögurra manna hópur á vegum samgönguráðuneytisins mun á næstu mánuðum skoða hina ýmsu sameiningarmöguleika í samráði við íbúa á hverjum stað. Að verki loknu mun tillaga um sameiningu verða lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á næsta ári og síðan fyrir Alþingi, sem kemur til með að ákveða hvernig sveitarstjórnarskipan kemur til með að líta út eftir árið 2014.

Kristján L. Möller samgönguráðherra, gerir sér vonir um að sveitarfélögum geti fækkað niður í allt að sautján.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is