Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum kosninga til sveitarstjórna sem fram fóru 29. maí 2010 og náðu til 76 sveitarfélaga.

 

Við kosningarnar voru alls 225.855 manns á kjörskrá eða 71,0% landsmanna. Af þeim greiddu atkvæði 165.238 í 72 sveitarfélögum eða 73,5% kjósenda þar sem kosning fór fram. Var þessi þátttaka ein sú dræmasta í sveitarstjórnarkosningum til þessa. Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla eða 74,0% á móti 73,0% karla.

 

Kosningaþátttaka í Vesturbyggð var mun betri eða 82,6%.

 

 


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is