Takmörkuð umferð um Patrekshöfn

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Hafnarstjórn Vesturbyggðar auglýsir takmarkanir á umferð um framkvæmdasvæði Patrekshafnar.

 

Nú standa yfir framkvæmdir við endurnýjun stálþils á Patrekshöfn. Til þess að trufla ekki starfsemi verktaka og vegna öryggis vegfarenda, er nauðsynlegt að takmarka umferð ökutækja um höfnina á meðan á framkvæmdum stendur.

 

Í því ljósi hefur hafnarstjórn ákveðið tímabundnar lokanir á eftirfarandi umferðaræðum:

 

  • Frá vöruafgreiðslu Nönnu ehf. að norðanverðu upp að Þórsgötu.
  • Eyrargata lokuð fyrir akstri inn á hafnarsvæðið.

 

Gert er ráð fyrir að þessar takmarkanir standi yfir fram í júlí 2010.

 

Patreksfirði 9. febrúar 2010
Ragnar Jörundsson hafnarstjóri.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is