Tálknafjör á Tálknafirði

Tálknafjör
Tálknafjör
Bæjarhátíðin Tálknafjör verður haldin helgina 23.-25. júlí á Tálknafirði. Boðið verður uppá líflega dagskrá sem hefst á föstudegi með brennu á Naustatanga.

Þar verður boðið upp á súpu og sungið. Á laugardag verður efnt til keppni dorgveiðum kl. 12 og kl. 14 verður Kvenfélagið Harpa með kaffi í Dunhaga en þar verður einnig boðið upp á hoppukastala, leiki fyrir börn og fullorðna, andlistmálum og útimarkað.

Svavar Knútur verður með tónleika í Tálknafjarðarkirkju kl. 17 og frá kl. 19 til 23 verður skemmtun og útigrill í Miðtún. Á sunnudag verður síðan messa í Tálknafjarðarkirkju kl. 14.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is