Það fæðist enginn atvinnumaður

Logi Geirsson
Logi Geirsson
Félagsmiðstöðin Vest-End hefur fengið silfurverðlaunahafann frá Ólympíuleikunum, Loga Geirsson, til þess að halda hinn geysivinsæla fyrirlestur „Það fæðist enginn atvinnumaður".

Fyrirlesturinn verður í Skjaldborgarbíói fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 20:30.

Þar verður fjallað um allt milli himins og jarðar, t.d.
  • Halda sér réttu megin í lífinu
  • Markmiðasetningu, hvernig kemst maður þangað sem maður vill
  • Mataræði
  • Forvarnir
  • Sjálfstraust, sjálfsímynd
  • Hugarfar og fleira í þessum dúr

Allir krakkar/unglingar á skólaaldri hvattir til þess að mæta og auðvitað mega fullorðnir koma líka.

Aðgangseyrir er 500 kr. sem mun renna í forvarnarsjóð sem stofnaður verður.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is