Þjónusta við atvinnuleitendur á Suðursvæði Vestfjarða

Nú standa yfir breytingar á fyrirkomulagi ráðgjafar og skráningar hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum.

Um sinn verður ekki starfandi starfsmaður frá Vinnumálastofnun á Suðursvæði Vestfjarða eins og var í vetur. Umsóknir um atvinnuleysistryggingar, atvinnu og vinnumarkaðsúrræði er að finna á vef Vinnumálastofnunar: www.vinnumalastofnun.is.

Upplýsingar, vinnumiðlun og ráðgjöf er veitt frá Vinnumálastofnun á Ísafirði í síma 512 7790. Hægt er að nálgast eyðublöð vegna atvinnuleysistrygginga á vefnum eða á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtúni 1, Tálknafirði sem opin er frá kl. 09:00 - 13:00 daglega.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is