Þráðlaust netsamband í Baldri

Breiðafjarðarferjan Baldur
Breiðafjarðarferjan Baldur
Komið hefur verið upp þráðlausu netsambandi um borð í ferjunni Baldri. Sambandið er í gegnum sérstaka sendistöð í skipinu og virkar á allri leiðinni á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Sambandið næst í öllum farþegasölum.

 

Hægt er að kaupa sé aðgang í veitingasölunni og kostar tenginginn kr. 1000,- og eru innifalin í henni allt að 20 MB gagnaflutningur. Aðgangurinn gildir alla leiðina, hverju sinni, allt að framansögðu gagnamagni.

 

Það er von fyrirtækisins að þessi nýja þjónusta gagnist viðskiptavinum vel þegar þeir eru á ferðinni. Nánari upplýsingar eru gefnar um borð í skipinu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is