Þröstur Jóhannesson með tónleika

Þröstur Jóhannesson
Þröstur Jóhannesson
Þröstur Jóhannesson ætlar í tilefni af væntanlegri sólóplötu að bjóða Vestfirðingum uppp á tónleika í október og nóvember.

 

Þröstur mun troða upp einn síns liðs með kassagítarinn og kynna nýtt efni í bland við eldra. Tónleikaröðin hefst á Suðureyri 15. október á veitingahúsinu Talisman. Daginn eftir verður Þröstur í Einarshúsi í Bolungarvík og á sunnudaginn verður Þröstur í Tálknafjarðarkirkju.

 

Dagskráin er svohljóðandi:

Fös. 15. okt. kl. 21:00. Suðureyri á veitingahúsinu Talisman
Lau. 16. okt. kl. 17:00. Bolungarvík í Einarshúsi.
Sun. 17. okt. kl. 17:00. Tálknafirði í Tálknafjarðarkirkju.
Lau. 23. okt. kl. 21:00. Bíldudal á Vegamótum.
Fös. 29. okt. kl. 21:00. Hólmavík á Café Riis
Lau. 30. okt. kl. 21:00. Flateyri á Vagninum.
Lau. 06. nóv. kl. 17:00. Ísafjörður í bryggjusal Edinborgarhússins

 

Tónleikaferðin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og er ókeypis inn á tónleikana.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is