Þverun Þorskafjarðar og sjávarfallavirkjun tengd saman í eina framkvæmd

Í undirbúningi er stofnun sprotafyrirtækis til að vinna að hugmyndum um sjávarfjallavirkjun í innfjörðum Breiðafjarðar.

Að fyrirtækinu standa meðal annarra Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkubú Vestfjarða og Vegagerðin. Hugmyndin er að laða að fjárfesta sem hefðu hug á að koma að nýtingu sjávarfalla á Vestfjörðum. Hugmyndir um stofnun fyrirtækisins urðu til í framhaldi af könnun á möguleikum á virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum.

Hugmyndin er að brúargerð og virkjun verði sameinuð í eina framkvæmd. Afl sjávarfalla hefur verið reiknað fyrir nær alla innfirði og kom í ljós að hámarksafl í Dýrafirði yrði 10 MW, Mjóafirði 14 MW, Kolgrafarfirði 50MW og Gilsfirði 100 MW. Þverbrú í mynni Þorskafjarðar og aðliggjandi fjörðum gæfi hámarksafl 180 MW. Raunafl virkjunar á útfalli gæti orðið á bilinu 75-80 MW. Þarna væri um að ræða afl sem er lotubundið og útreiknanlegt og nákvæmt langt fram í tímann.

 

Skutull.is greinir frá

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is