Tilboð óskast í skólamáltíðir

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Óskað er tilboða í skólamáltíðir fyrir Patreksskóla og Bíldudalsskóla.

 

Patreksskóli
Áætlaðir skóladagar eru 180 eða 36 starfsvikur, en útgefið skóladagatal Grunnskóla Vesturbyggðar ræður endanlegum fjölda máltíða fyrir hvert skólaár. Áætlaðir framreiðsludagar árið 2011-2012 eru 108.

 

Bíldudalsskóli, Tjarnarbrekka
Áætlaðir skóladagar eru 180 eða 36 starfsvikur, en útgefið skóladagatal Grunnskóla Vesturbyggðar ræður endanlegum fjölda máltíða fyrir hvert skólaár. Áætlaðir framreiðsludagar árið 2011-2012 eru 108 í Bíldudalsskóla en alla virka daga fyrir leikskólann Tjarnarbrekku.

 

Nánar á útboðsgögnum sem liggja frammi á bæjarskrifstofum á Patreksfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is.

 

Tilboðum skal skilað inn á bæjarskrifstofu í síðasta lagi 25. ágúst 2011 og áskilur Vesturbyggð sér rétt til að hafna öllum tilboðum berist ekki viðunandi tilboð.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is