Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkar milli ára

Tilkynningum til barnaverndarnefnda á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum fækkaði milli ára ef bornir eru saman fyrstu níu mánuðir áranna 2008 og 2009.

 

Fram til september á síðasta ári barst barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 99 tilkynningar en þær voru 132 árið áður. Í Vesturbyggð og á Tálknafirði barst barnaverndarnefnd 11 tilkynningar fyrstu níu mánuði ársins 2009 en 19 á sama tímabili árið 2008.

 

Athygli vekur að á sama tíma og tilkynningum fækkar á Vestfjörðum fjölgaði þeim um 16% á landsvísu. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 22% en rúmlega 4% á landsbyggðinni.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is