Tillaga að deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm á Rauðasandi

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Sveitarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 20.október 2010 að auglýsa skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm á Rauðasandi í Vesturbyggð.

 

Deiliskipulagið er vegna áforma um að reisa nýtt hús á jörðinni, en svæðið fellur undir hverfisvernd í aðalskipulagi og er því deiliskipulagsskylt skv. 4.mgr. gr. 4.22.2 í skipulagsreglugerð. Jörðin Kirkjuhvammur er á flatlendi milli hárrar hlíðar Hraunshnjúks og strandlengjunnar mefram Bæjarvaðli. Jörðin fór úr ábúð fyrir mörgum áratugum en gamla íbúðarhúsið hefur verið nýtt sem franskt kaffihús um hásumartímann. Íbúðarhúsið stendur þétt við veginn að Lambavatni en um 40m norðan við það er hlaða sem nýlega hefur verið endurbyggð. Skammt vestan við hlöðuna er bráðabirgðahús fyrir umsjónarmann jarðarinnar, en fyrirhuguð nýbygging er hugsuð sem varanlegt aðsetur fyrir hann og er skilgreind sem frístundahús.

 

Deiliskipulagssvæðið er gamla bæjartúnið, á milli girðinga í austur og vestur, þjóðvegar í suður og skurðs í norður, að viðbættum nýjum byggingarreit sem afmarkaður er á uppdrætti. Vegna ákvæða í skipulagsreglugerð gr. 4.16.2 um að ekki skuli byggja nær þjóðvegum og almennum vegum en 50m miðast byggingarreiturinn við þá fjarlægð frá Lambavatnsvegi. Gert er ráð fyrir að nýja húsið verði að hámarki tvær hæðir og með mænisþaki í sömu stefnu og íbúðarhúsið og form og uppbygging taki mið af því. Engin lóð er mörkuð fyrir húsið en byggingarreiturinn er 650m2. Leyfilegt byggingarmagn er 150m2.

 

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði frá 16. nóvember 2010 til 14. desember 2010.

 

Þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Vesturbyggðar 28. desember 2010 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is