Deiliskipulagssvæðið, Dufansdalur Efri land 2 landnr. 216111, er í einkaeign og hefur verið tekið úr landbúnaðarnotkun. Það er 27,5ha. þar af er svæði fyrir 8 lóðir fyrir ný frístundahús og ein lóð fyrir núverandi frístundahús. Hver lóð er um 1ha. og innan hennar 900m2 byggingarreitur og er staðsetning húsa innan hans frjáls. Á hverri lóð er heimilt að byggja eitt frístundahúss að hámarki 180m2 og eitt smáhýsi/gestahús að hámarki 36m2 að stærð. Akvegur er að landinu frá þjóðvegi 63 eftir heimkeyrslu að Dufansdal Efri. Þaðan er aðkoma að lóðum um Heiðarveg sem liggur í gegnum lóðirnar og er það kvöð á þeim lóðum að ekki má hefta umferð til annarra lóða. Landi er að nokkru leyti vaxið birkikjarri. Til að halda sem mest í náttúrulegan gróður er óheimilt að ryðja burt kjarri nema þar sem byggja á hús, leggja vegi og göngustíga og á dvalarsvæðum við hús innan byggingarreits.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði frá 16. nóvember 2010 til 14. desember 2010.
Þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Vesturbyggðar 28. desember 2010 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.