Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Patreksfirði

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi á hafnarsvæði á Patreksfirði samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulagið afmarkast af neðri húsum við Urðagötu og Mýrum að norðan, Aðalstrætis að austan og sjó að vestan og sunnan.

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni að Aðalstræti 63 frá og með þriðjudeginum 12. júní til og með 31. júlí 2012. Tillagan verður á vef Vesturbyggðar, einnig er hægt að fá þær sendar í tölvupósti og skulu beiðnir þar að lútandi berast til slokkvilid@vesturbyggd.is

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út 31. júlí 2012

 

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 63.

 

Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

 

Bæjarstjóri Vesturbyggðar

 

 

 

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is