Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldi Fjarðalax ehf. í Fossfirði

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. í Fossfirði sem er einn af Suðurfjörðum Arnarfjarðar.

Tillagan gerir ráð fyrir heimild til rekstraraðila til að framleiða allt að 1.500 tonn af laxi á ári innan svæðis sem nánar er tilgreint.

Starfsemi Fjarðalax ehf. í Fossfirði er þegar hafin og eldið hefur nú starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Eldið er um þessar mundir að fara fram yfir stærðarmörk í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sem gerir það að verkum að útgáfa starfsleyfa skal flytjast frá heilbrigðisnefnd til Umhverfisstofnunar. Umsækjandi hefur af þessum ástæðum fengið undanþágu þar sem framleiðsla fram yfir stærðarmörk er leyfð þangað til nýtt starfsleyfi verður gefið út en þó ekki lengur en til 1. júní 2012.

Starfsleyfistillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði, á tímabilinu 5. desember 2011 til 30. janúar 2012.

Starfsleyfistillögu ásamt umsóknargögnum, áðurnefndri greinargerð Umhverfisstofnunar, umsögnum og öðrum gögnum má sjá á vef Umhverfisstofnunar. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun.

 

Frestur til að skila athugasemdum er til 30. janúar 2012.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is