Tillögur Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta

Bíldudalur
Bíldudalur
Bæjarstjórnin leggur til við sjávarútvegsráðherra að allur Bíldudalsbyggðakvótinn, 100 þorskígildistonn, fari til vinnslu á Bíldudal, svo og úthlutun til Vesturbyggðar, 34 þorskígildistonn. Er þetta í samræmi við áður úthlutuðum byggðakvóta til Bíldudals samkvæmt ósk bæjarstjórnar Vesturbyggðar til uppbyggingar atvinnu á Bíldudal.

 

Fiskvinnslufyrirtækið Perlufiskur ehf. hefur undanfarin ár rekið fiskvinnslu og útgerð á Bíldudal. Var þeim rekstri komið á fót að tilstuðlan bæjarstjórnarinnar með stýringu byggðakvóta sem fallið hefur til Bíldudals og Vesturbyggðar á undanförnum tveim árum.

 

Það er ljóst að ef byggðakvóti sá sem Perlufiskur hefur haft til ráðstöfunnar er ekki til staðar þá er starfssemi þess á Bíldudal í uppnámi.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is